Mikið er ánægjulegt að vera með ykkur öllum á þessum hátíðisdegi og til hamingju með kirkjuhátíðina ykkar. Það er alltaf gaman að koma hingað að Sólheimum, hitta ykkur íbúana og gesti hér í þessu fallega umhverfi. public bet Ég er búin að vera á miklu ferð og flugi þetta sumarið bæði innan lands og utan og að koma til ykkar er eins og að koma heim heim til Sólheima.
Síðast liðinn sunnudag predikaði ég í lútersku kirkjunni í miðborg Budapest í Ungverjalandi. public bet Í messunni var skírð lítil stúlka sem fékk nafnið Helia. Það var glampandi sól í borginni, sumarhiti og mikil hátíðastemmning. Nafnið, sem stúlkan fékk, Helia, er gríska og þýðir sól.
Presturinn talaði fallega til foreldranna og sagði að Helia litla væri mikill sólargeisli í lífi þeirra og hafi fært þeim mikla birtu og gleði. Svo ávarpaði hann foreldrana og sagði: Í hvert sinn sem Helia, litla sólin ykkar, public bet gleður ykkur er Guð að minna ykkur á þá gjöf sem hún er til ykkar. Litla sólin ykkar er eins og ljós Guðs sem birtist okkur í Jesú Kristi. Þetta fundust mér falleg orð.
Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins. Þegar Jesús sagði þessi orð, þá var hann ekki að tala um vetrarmyrkrið eða næturmyrkrið, sem stundum hrjáir okkur hér á norðurslóðum. Nei, hann var að tala um myrkrið sem stundum getur verið hérna innra með okkur og gerir okkur leið, vonsvikin og jafnvel reið. Jesús vill vera ljós inn í það myrkur.
Það var áreiðanlega ekki tilviljun að þessi staður sem við nú erum á ber nafn sólarinnar, Sólheimar, enda er áhrifarík lýsing Seselju Sigmundsdóttur á því þegar hún verður fyrir trúarlegri upplifun í Kaupmannahöfn þegar hún var ung stúlka.
Slíka upplifun köllum við handleiðslu. Við getum upplifað hana á mjög misnunandi hátt. Ekki er víst að við upplifum öll handleiðslu Guðs á eins sterkan hátt og Sesselja public bet gerði í Kaupmannahöfn, en við finnum samt hvernig Guð leiðir okkur frá einu skrefi til annars, public bet dag eftir dag og æviskeið eftir æviskeið ef við virkilega höfum eyru okkar og augu opin.
Eitt af því sem ég geri daglega er að velja mér mannakorn að morgni dags á biblian.is og setja það inn á facebook síðuna mína .þar geta allir vinir mínir lesið það og ótrúlega mörgum líkar það vel og segja mér að orðið hafi einmitt talað beint inn í aðstæður þeirra.
Annað er bænin. public bet Hún þarf ekki að vera flókin. Bæn þarf ekki að vera bæn um eitthvað, heldur miklu heldur að biðja Guð um vernd og leiðsögn. Biðja Guð að leiða sig áfram og þá sýnir hann okkur tákn og merki ef við höfum eyru og augu opin fyrir því.
Þriðja atriðið er brotning brauðsins. Jesús Kristur stofnaði hina heilögu kvöldmáltíð þegar hann borðaði í síðasta sinn með lærisveinum sínum. Þá sagði hann að þetta skyldum við gera í hvert sinn sem við kæmum saman til að minnast hans. Í kvöldmáltíðinni upplifum við samfélag við Jesú og samfélag hvert við annað. Við sitjum til borðs með Jesú .hann er við borðsendann í himnaríki og við erum hér þessum heimi og upplifum nærveru hans á sérstakan hátt í brauði og víni.
Ef við eigum yndislegt public bet samfélag við hann alla daga þá er hann eins og brauð fyrir þann sem er svangur. Við þekkjum öll þá tilfinningu að vera svöng er það ekki? Það er ekki gott, þá líður okkur ekki vel og langar í góðan mat.
Ef við lifum í þessum heimi og þekkjum ekki Jesú og allt það góða sem hann gerir fyrir okkur þá líður okkur jafnilla og þegar við erum svöng. Þess vegna er svo gott að minna sig á samfélagið við Jesú á hverjum public bet degi ..byrja á því að signa sig og segja svo við Jesú: viltu vera með mér í allan dag. Viltu vera ljós í myrkrinu mínu og viltu vera brauð í hungrinum mínu.
Vegna efans þurfum við sífellt að leita leiðsagnar public bet Guðs. Einn liður í þeirri leit er að koma til kirkju og það höfum við gert í dag. Guði sé lof og þökk fyrir það. Guð gefi að þegar við göngum héðan úr kirkjunni í dag, þá höfum við veganesti til lífsins sem bíður okkar í komandi viku.
Höfum líka í huga að hann er það ljós sem lýsir okkur áfram skref fyrir skref dag eftir dag. Þess vegna er svo dýrmætt að hafa kertin ykkar logandi, bæði á altari Guðs og annars staðar þar sem við höfum þau nálæg. Þau minna okkur í senn á borð síðustu kvöldmáltíðarinnar og eilífa lífið sem við eigum í vændum að loknu þessu lífi því Jesús sem er ljós heimsins og brauð lífsins er líka upprisan og lífið og í trú að hann munum við lifa þótt við deyjum. Guð gefi að minnumst þess ávallt.
Website
Nýlegar færslur Jólaræðan 2013 Hólaræða Vilhjálms Egilssonar Dagskrá Hólahátíðar og 250 ára afmælishátíðar Hóladómkirkju. Hólahátíð 16.-18. ágúst Hvatning til kirkna Evrópu. public bet Sarpur desember 2013 ágúst 2013 júlí 2013 júní 2013 maí 2013 apríl 2013 mars 2013 febrúar 2013 janúar public bet 2013 desember 2012 október 2012 september 2012 ágúst 2012 júlí 2012 júní 2012 maí 2012 apríl 2012 mars 2012 Flokkar Uncategorized Meta Register Innskráning Entries RSS RSS veita ummæla WordPress.com
No comments:
Post a Comment